Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum

25.07.2019 - 01:23
epa07734364 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) on 23 July 2019 shows Kim Jong-Un (C), chairman of the Workers' Party of Korea, chairman of the State Affairs Commission of the Democratic People's Republic of Korea, and supreme commander of the armed forces of the DPRK, speaking to officials after making a round of the newly-laid down submarine at an undisclosed location in North Korea.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, skoðar nýjan kafbát flotans á ótilgreindum stað. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu birti myndina þriðjudaginn 23. júlí. Mynd: EPA-EFE - KCNA
Norður-Kóreumenn skutu í gær tveimur skammdrægum eldflaugum á loft, samkvæmt heimildum suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap. Eru flaugarnar sagðar hafa flogið um 430 kílómetra leið áður en þær hurfu í undirdjúp Japanshafs. Sömu heimildir herma að þeim hafi verið skotið á loft nærri borginni Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu.

Bandaríska fréttastöðin CNN hefur eftir ónefndum heimildarmanni í yfirstjórn Suður-Kóreuhers, að herinn sé í viðbragðsstöðu og fylgist grannt með framvindu mála, á meðan suður-kóreskir og bandarískir sérfræðingar fari yfir fyrirliggjandi gögn til að komast að því, hvers kyns flugskeyti þetta voru. Norður-Kóreumenn skutu síðast upp hernaðartengdum flugskeytum í maí á þessu ári, svo vitað sé. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV