Norðmenn kenna Íslendingum um

13.03.2014 - 09:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að Íslendingar hafi staðið í vegi fyrir því að samkomulag næðist um skiptingu makrílkvótans á fundinum sem haldinn var í Edinborg í síðustu viku.

Í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu norska sjávarútvegsráðuneytisins kveðst Aspaker afar ánæg með að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið hafi geta samið eftir svo langar og krefjandi viðræður. Þótt æskilegt hefði verið að Íslendingar hefðu einnig átt aðild að samkomulaginu sé það engu að síður skref í rétta átt að samkomulag hafi náðst á milli hinna þriggja.

Ráðherrann segir að á fundinum í Edinborg hafi Norðmönnum orðið ljóst að fullreynt væri að ná samningum með þátttöku Íslands. Færeyingar og ESB hefðu líka verið þeirrar skoðunar.

Aspaker segir afar mikilvægt fyrir Noreg að nú sé búið að tryggja ábyrga nýtingu  makrílstofnsins. Þegar í ljós kom að grundvöllur væri fyrir samkomulagi á milli Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins hafi ekkert verið því til fyrirstöðu að reyna að ná því.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi