Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Norðfjarðargöng opnuð 11. nóvember

13.10.2017 - 15:54
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Vegagerðin hefur ákveðið að Norðfjarðargöng verði tekin í notkun 11. nóvember. Upphaflega áttu þau að komst í gagnið í byrjun september en eitt og annað hefur tafið og er nú unnið að lokafrágangi á ýmsum kerfum í göngunum.

11. nóvember er laugardagur og var dagurinn valinn í samráði við heimamenn sem ætla blása til hátíðar. Göngin leysa af hólmi fjallveginn um Oddsskarð og Oddsskarðsgöng milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Skarðið verður ósjaldan illfært á veturna sem er óheppilegt ekki síst fyrir þá sem þurfa að komast á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV