Níu sóttu um hjá Seðlabankanum

16.09.2019 - 11:46
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Níu manns sóttu um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum og Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Eftirtaldir aðilar sóttu um

  • Arnar Ingi Einarsson
  • Árni Árnason
  • Ásdís Kristjánsdóttir
  • Bryndís Ásbjarnardóttir
  • Eggert Þröstur Þórarinsson
  • Guðrún Ögmundsdóttir
  • Gunnar Jakobsson
  • Haukur C. Benediktsson
  • Þorsteinn Þorgeirsson

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum sóttu þrír aðrir um starfið en þeir hafa dregið umsókn sína til baka.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi