Nítján með reykeitrun í Ósló

30.12.2018 - 08:10
Erlent · Eldsvoði · Noregur · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Nítján voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að eldur kom upp í kjallara fjölbýlishúss í Ósló. Þaðan virðist reykurinn hafa borist með raflögnum og komið út um rafmagnstöflur a efri hæðunum. Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn á innan við hálfri klukkustund. Eftir það þurfti að reykræsta íbúðirnar. Á sjöunda tímanum í morgun höfðu íbúarnir enn ekki fengið leyfi til að fara inn í húsið.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi