Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Niðurstaða í álversdeilunni í dag

11.04.2016 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Atkvæðagreiðslu starfsmanna álversins í Straumsvík um miðlunartillögu ríkissáttasemjara lýkur klukkan 16 í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og verður tilkynnt um úrslit hennar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 17.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna þann 19. mars. Þá taldi hún ljóst að frekari sáttaumleitanir um þau atriði sem út af standa í deilunni bæru ekki árangur.  

Kjaradeila í 15 mánuði

Kjarasamningur starfsmanna álversins og Rio Tinto rann út þann 31. desember 2014. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir ári, en þá höfðu verið haldnir hátt í 40 árangurslausir sáttafundir. Starfsmenn hafa í tvígang boðað allsherjarverkfall, en þeim báðum verið aflýst vegna ótta um að verksmiðjunni yrði lokað ef að til verkfalls kæmi.  Yfirvinnubann var einnig í gildi um tíma en því var einnig aflýst.  Ótímabundið bann á vinnu við útflutning á áli hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf hefur staðið yfir í nokkrar vikur.  

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV