Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfssong og leikskáldið eru báðir sammála því að verkið hafi sterkar vísanir í atburði síðustu vikna í heimi stjórnmálanna.
Tyrfingur segir leikarana hafi spurt sig hvort hann væri skyggn, að hann hafi hreinlega spáð fyrir þessum ósköpum öllum. Bergur segir að hér sé á ferðinni leikrit í hefð absúrdverka en atburðir síðustu viku hafi farið fram úr þeirri hefð og því sé samhljómur í Auglýsingu ársins og tíðarandanum.