Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Niðurlægjandi að vera manneskja

Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson

Niðurlægjandi að vera manneskja

15.04.2016 - 12:37

Höfundar

Á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu verður laugardaginn 16. apríl frumflutt nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson. Það nefnist Auglýsing ársins og er í anda absúrdisma.

Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfssong og leikskáldið eru báðir sammála því að verkið hafi sterkar vísanir í atburði síðustu vikna í heimi stjórnmálanna.

Tyrfingur segir leikarana hafi spurt sig hvort hann væri skyggn, að hann hafi hreinlega spáð fyrir þessum ósköpum öllum. Bergur segir að hér sé á ferðinni leikrit í hefð absúrdverka en atburðir síðustu viku hafi farið fram úr þeirri hefð og því sé samhljómur í Auglýsingu ársins og tíðarandanum.