New York: 10 dagar í að sjúkrahús skorti birgðir

22.03.2020 - 15:08
epa08307475 Medical professionals work at a coronavirus testing site, the first one in New York City, in Staten Island, New York, USA, on 19 March 2020. New York, as with most cities around the United States and the world, are trying to mitigate the spread of the coronavirus by forcing people to not congregate in groups by closing schools, restaurants and bars, as well asking people to work from home.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bill de Blasio borgarstjóri New York segir að farið sé að saxast á birgðir á sjúkrahúsum í borginni sem væru nauðsynlegar í baráttunni við veiruna sem veldur Covid 19 sjúkdómnum. Eftir tíu daga verði kominn viðvarandi skortur á öndunarvélum, skurðlæknagrímum og öðrum nauðsynjum fyrir sjúkrahús.

de Blasio gagnrýndi stjórnvöld í Washington fyrir að hafa engan stuðning sýnt meðan faraldurinn og kallaði eftir því að sérstök lagaheimild verði virkjuð sem veitir forsetanum vald til að skikka framleiðslufyrirtæki til að auka framleiðslu á til dæmis hergögnum eða öðru sem tryggja á öryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa reyndar gefið í skyn að þessari heimild verði beitt. de Blasio sagði að ef ekki kæmu fleiri öndunarvélar á næstu tíu dögum hefði það í för með sér frekari dauðsföll. Því hvatti hann Donald Trump Bandaríkjaforseta til að nýta herinn til að dreifa þeim á sjúkrahús.

Hvíta húsið hefur fengið gagnrýni úr fleiri áttum. J.B. Ptizker ríkisstjóri Illinois sagði í dag að ríkin væru farin að keppa sín á milli um birgðir í baráttunni við veiruna og því þyrftu stjórnvöld að samhæfa betur dreifingu á þeim. Þá sagði Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan að sein viðbrögð stjórnvalda gætu haft skelfilegar afleiðingar. Fólk týni lífi því undirbúningur var ekki nægur og efnahagurinn líði fyrir að faraldurinn var ekki tekinn alvarlega nógu snemma.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi