Netþrjótar herjuðu á forsetaembættið

08.04.2019 - 11:19
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Netþrjótar herjuðu á Embætti forseta Íslands á dögunum með þeim afleiðingum að fólk, sem hafði sent þangað tölvupóst fyrir mörgum árum, fékk tilkynningu um að hann hafi verið móttekinn.

Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri embættisins, telur að komist hafi verið fyrir þessar svarsendingar. Ekki er vitað hve margir fengu slíkan tölvupóst frá embættinu né hver stóð fyrir þessu. Árni segir það mjög leiðinlegt að einhver hafi bendlað nafn skrifstofu forsetans við eitthvað þessu líkt. Því miður sé þó ekki hægt að stjórna þessu.

Viðtakendum hefur mörgum hverjum brugðið í brún enda hafa þeir fengið sjálfvirkt svar við tölvupósti sem þeir sendu fyrir mörgum árum þegar Ólafur Ragnar Grímsson gegndi embættinu. Fólk hefur gantast með það á samfélagmiðlum og forsetinn fyrrverandi hafi verið að fara yfir póst sem átti eftir að svara.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi