Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Netanyahu vígði Trumphæðir

16.06.2019 - 21:55
epa07652364 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu during the unveiling of the sign of the new settlement that approved by the Israeli cabinet earlier today and will be called  'Trump Heights', during an official ceremony in Bruchim-Kela Alon Golan Heights, 16 June 2019. After a  festive cabinet that held in  Bruchim-Kela Alon , Netanyahu cabinet approved  the building of  a new settlement in the Golan Heights which is to be named after US President Trump over his unilateral recognition of Israeli sovereignty over the Golan Heights. Israel takeover  the Golan Heights during the six days war between Israel and Syria in 1967, and annexed to Israel in 1981.  EPA-EFE/ATEF SAFADI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, vígði í dag formlega nýjar landnemabyggðir Ísraela í Golanhæðum. Svæðið nefnist Trumphæðir til heiðurs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Heitið er þakklætisvottur fyrir það að Trump viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í mars. Það vakti mikla reiði Palestínumanna og hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem hefur neitað að taka það skref. Þess í stað líta flest ríki heims á Tel Aviv sem höfuðborg Ísraels.

„Golanhæðir eru ísraelskar og verða það alltaf,“ sagði Netanyahu um landsvæðið sem Ísraelar hernámu af Sýrlendingum í Sex daga stríðinu árið 1967. Hann sagði að Trumphæðir yrðu drifkraftur í uppbyggingu Golanhæða. Netanyahu sagði að þar yrðu byggð hús, lagðir vegir og ráðist í uppbyggingu menntastofnana og ferðaþjónustu. 

Fjórar fjölskyldur búa nú í Trumphæðum en þar á að ráðast í mikla uppbyggingu. 

Trump fagnaði því í dag að landnemabyggðirnar væru nefndar eftir sér og sagði það mikinn heiður. Sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael var viðstaddur athöfnina í dag. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV