Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nemar í tónsmíðum um Hildi: „Ný tækifæri og draumar“

Mynd: EPA / RÚV

Nemar í tónsmíðum um Hildi: „Ný tækifæri og draumar“

11.02.2020 - 07:04

Höfundar

„Mér finnst ég sjá ný tækifæri, sem mér hefði ekki dottið í hug áður. Ég hafði ekki mikið pælt í kvikmyndabransa fyrir mína tónlist. En núna sé ég möguleika,“ segir Iðunn Einarsdóttir, nemi í tónsmíðum um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur, óskarsverðlaunahafa. 

„Það er gaman að sjá einhvern sem maður getur alveg samsvarað sig við í þessari stöðu. Mér finnst þetta bara vera ákveðið leyfi að hugsa stórt og leyfa sér að dreyma,“ segir  Katrín Helga Ólafsdóttir, nemi í tónsmíðum.

Atli Ingólfsson prófessor í tónsmíðum við Listaháskólann segir líklegt að aðsókn í nám í tónsmíðum muni aukast, þá sérstaklega kvenna. „Mér finnst hún ekki vera vörumiðað tónskáld. Það er aðdáunarvert að Óskarsverðlaunin skuli falla í skaut manneskju sem að hefur það til að bera,“ segir Atli. „Hún hefur aldrei verið fyrst og fremst að búa til vöruna eða falla inn í tiltekið mót. Auðvitað mun hennar tónn, það er hætta á því að hann muni núna verða að vöru,“ bætir hann við.

Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður tónskáldafélagsins segir óskarsverðlaun Hildar hafa ótvíræð áhrif á íslenskt tónlistarlíf.  „Þetta sem er oft kallað „konur þurfa bara að vera duglegar“-röksemdin, hún heldur ekki. Það að það hafi hallað á konur vegna gæðanna, það heldur ekki lengur.“

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Fann fyrir mikilli ást og stuðningi í salnum“

Menningarefni

Verðlaun Hildar efla íslenska kvikmyndagerð

Tónlist

Forseti Íslands: „Sigur tónlistarlífs á Íslandi“

Menningarefni

„Við erum öll að springa úr stolti í dag“