Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Neitar stuðningi við Sýrland nema Íranir fari

11.10.2018 - 01:57
epa07081558 US Secretary of State Mike Pompeo walks out of the West Wing to deliver remarks to members of the news media on his recent trip to North Korea and his appreciation for outgoing US Ambassador to the United Nations Nikki Haley, at the White
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótar því að draga alfarið til baka aðstoð við uppbyggingu í Sýrlandi ef íranskar hersveitir verða áfram í landinu. Á fundi með stuðningshópi Ísraelsríkis sagði hann að ef sýrlensk stjórnvöld sjá ekki til þess að hersveitir sem njóta stuðnings Írans hverfi af landi brott fái Sýrlendingar ekki einn einasta dollara til uppbyggingar frá Bandaríkjunum.

Pompeo sagði markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi enn vera að brjóta hryðjuverkasveitirnar sem kenna sig við íslamskt ríki á bak aftur. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru í Sýrlandi. Flestir þeirra starfa við þjálfun og ráðgjöf til uppreisnarmanna.

Pompeo gerði ekki sömu kröfur um her Rússa, sem styður þétt við bak Sýrlandsstjórnar í borgarastríðinu í landinu. 

Alls er talið að yfir 360 þúsund hafi fallið í átökum í landinu frá því borgarastyrjöldin hófst árið 2011.