Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Neita að sleppa Oriol Junqueras

09.01.2020 - 14:01
epa08081366 (FILE) - Oriol Junqueras (C), MP-elect of the Catalan party ERC, smiles as he leaves after processing his parliamentary act at the Lower Chamber of Spanish Parliament, in Madrid, Spain, 20 May 2019 (reissued 19 December 2019). The EU Court of Justice ruled on 19 December 2019 that jailed Catalan separatist leader Oriol Junqueras should have been recognized as a European Member of Parliament (EMP) since the electoral results in May 2019, which would have given him immunity. Junqueras, who has been in preventive prison since November 2017, was sentenced to a 13 year imprisonment for charges of sedition and embezzlement back in October 2019.  EPA-EFE/J.J. GUILLEN
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Hæstiréttur Spánar neitaði í dag að fallast á að katalónski aðskilnaðarsinninn Oriol Junqueras ætti sæti á Evrópuþinginu. Hann situr í fangelsi fyrir þátt sinn í að reyna að koma á sjálfstæði í Katalóníu.

Í dómi réttarins segir að ekki verði heimilað að hann verði látinn laus úr fangelsi tímabundið til að sækja viðurkenningu á því að hann gegni þingmennsku. Þar með gengur hæstiréttur í Madríd gegn fyrirskipun Evrópudómstólsins frá því í síðasta mánuði um að láta skuli þingmanninn lausan.

Junqueras hlaut í október þrettán ára fangelsisdóm í hæstarétti fyrir uppreisnaráróður og fjárdrátt. Hann var varaforseti heimastjórnarinnar í Katalóníu þegar gengið var til atkvæða um sjálfstæði héraðsins.