Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Náttúrupassi 1. janúar 2015

12.03.2014 - 20:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Stefnt er að því að náttúrupassi verði tekinn upp frá og með fyrsta janúar á næsta ári. Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn þyrftu að kaupa passann.

Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Samkvæmt tillögum ráðuneytisins stæði til að hafa þrjá gjaldflokka: 2.000 krónur fyrir 4 daga; 3000 krónur fyrir mánuð og  5.000 krónur fyrir fimm ár.

„Það er þannig sem við getum, innan gæsalappa, mismunað“, sagði Ragnheiður Elín.

Umsýslukerfið þurfi ekki að vera flókið - passi Íslendinga gæti til dæmis verið skráður á kennitölu.