Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Najib kveðst saklaus

03.04.2019 - 08:23
Erlent · Asía · Malasía
epa07481740 Former Malaysian Prime Minister Najib Razak (C) arrives at the Kuala Lumpur High Court in Kuala Lumpur, Malaysia, 03 April 2019. Razak is facing seven charges in the first of several criminal proceedings over the suspected money laundering of 4.5 billion US dollar from state fund 1Malaysia Development Berhad (1MDB).  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
Najib í fylgd lögreglu á leið í réttarsal í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, lýsti sig saklausan af öllum ákæruatriðum þegar réttarhöld hófust í fjársvikamáli gegn honum í Kuala Lumpur í morgun. Þetta eru fyrstu réttarhöldin af nokkrum tengd þessu máli.

Najib, sem var forsætisráðherra Malasíu á árunum 2009-2018, er sakaður um fjárdrátt og peningaþvætti, en hann, vinir hans og samstarfsmenn eru sagðir hafa dregið sér fé úr opinberum fjárfestingarsjóði, 1MDB.

Najib er sjálfur sakaður um að hafa tekið jafnvirði rúmlega eins milljarðs króna úr dótturfélagi fjárfestingarsjóðsins 1MDB.