Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Náið fylgst með Kverkfjöllum

21.08.2013 - 12:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti að stærðinni 2,7 varð í Kverkfjöllum um kl. 7:30 í morgun. Hann mældist á um níu kílómetra dýpi. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að náið sé fylgst með svæðinu.

Hún segir að þetta sé þekkt skjálftasvæði og ekki óvenjulegt að skjálftar af þessari stærð mælist þarna. Gengissigið, annað af tveimur lónum í Kverkfjöllum, tæmdist í hlaupi fyrir helgi. Við það seig jökullinn og varð þrýstingsléttir og spennufall sem leiddi til gufusprenginga. Kristín segir að ekki sé talið að jarðskjálftinn og hlaupið tengist.