Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Nafngift Holuhrauns ákveðin í október

27.08.2015 - 16:16
Myndin er tekin í september 2014
 Mynd: Lára Ómarsdóttir - RÚV
Í október verður það ákveðið hvort Holuhraun mun fá nýtt nafn eða ekki. Skútustaðahreppur ákvað þetta á sveitarstjórnarfundi í gær og samþykkti að stofna nefnd um nafngiftina.

Í nefndinni verða tveir fulltrúar Skútustaðahrepps, fulltrúi örnafnanefnd, fulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs auk fulltrúa úr jarðvísindageiranum. Hún á að skila af sér tillögum til sveitarfélagsins til staðfestingar fyrir 10. október næstkomandi.

Yngri Ragnar Kristjánsson, oddiviti, segir í samtali við fréttastofu að nefndin muni ákveða hvaða leið verði farin til að ákveða nafnið. Ekki er því ljóst hvort leitað verður til íbúa sveitarfélagsins, eða með hvaða hætti hugmynda verður aflað.