Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Næst stærsta flugfélag Frakklands gjaldþrota

28.09.2019 - 17:20
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Aigle Azur, næst stærsta flugfélag Frakklands á eftir Air France, hefur verið úrskurðað gjaldþrota eftir að tilraunir til þess að finna nýja hluthafa mistókust. Um 1.100 manns hafa misst vinnuna.

Flugfélagið flutti tæplega tvær milljónir farþega á síðasta ári. Fjárhagsvandræði félagsins náðu hámarki nú í september sem endaði með gjaldþroti. Það hefur áhrif á þúsundir farþega.

Helsta flugleið Aigle Azur var á milli Frakklands og Alsír. Félagið flaug einnig til Brasilíu, Kína og Rússlands svo eitthvað sé nefnt. Félagið var að stærstum hluta í eigu kínverskrar fyrirtækjasamsteypu.

 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV