Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Næs jólaball

Mynd með færslu
 Mynd: Sævar Jóhannesson - Rás 2

Næs jólaball

21.12.2017 - 13:51

Höfundar

Það hefur verið regla í Rokklandi í 20 ár að einhverntíma um jólin, fyrir aðfangadag eða milli jóla og nýárs er boðið upp á jólaRokkland.

Þetta hefur verið tekið svo alvarlega að Rokkland og Sena settu saman jólalaga safndisk sem heitir Jól í Rokklandi og kom út árið 2008. Fjórum árum síðar kom svo framhaldið Rokk og jól. Þetta eru næstum 80 lög og hvert öðru betra – allskonar jólamúsík og sumt svakalega flott en annað súrt eða skrýtið.

Í JólaRokklandi að þessu sinni ætla að skemmta okkur fólk eins og;  Kate Bush, Ingibjörg Þorbergs, Sigríður Thorlacius, R.E.M. Elvis, Sting, James Taylor, Carole King, Tracy Thorn, Loretta Lynn, Nick Lowe, Mark Kosalek, Mark Lanegan, Jethro Tull, Phil Spector, Ronettes ofl.

Góða skemmtun!

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokkland hlaðvarpinu í gegnum Itunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Leyndarmál í 30 ár

Tónlist

Satanísk Sigur-Rósar orgía

Tónlist

Umdeildur og misskilinn, dýrkaður og dáður

Tónlist

Þrír áratugir frá endalokum The Smiths