Upphafið að þessu öllu saman
Mikið hefur verið rætt og ritað um feril Hannesar Þórs Halldórssonar og hvernig hann fór úr því að komast ekki í 3. deildarlið á Íslandi yfir í það að vera fyrsti kostur í markvarðarstöðu íslenska landsliðsins.
Á Íslandi hefur Hannes Þór leikið með Leikni Reykjavík, Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR. 147 leikir voru í efstu deild, 18 í næst efstu og 21 í þriðju efstu.
Erlendis hefur Hannes leikið með Brann, Sandnes Ulf (bæði Noregi), NEC Nijmegen (Holland), Bödo/Glimt (Noregur) og Randers FC (Danmörk).
Kominn í 50 leikja klúbbinn
Leikurinn í dag var 50. landsleikur Hannesar en sá fyrsti kom þann 06. 09. 2011 er Ísland vann Kýpur 1-0 í undankeppni Evrópumótsins 2012.
On 5th September, 2004 a 20 yr old goalkeeper made his home debut in Iceland's third division & made a mistake that cost his side promotion. This week, Iceland's filmmaking goalkeeper Hannes Halldorsson will play at the World Cup. https://t.co/KCwpe4pWvx
— James Montague (@JamesPiotr) June 12, 2018
James Montague er lausapenni sem skrifar meðal annars fyrir New York Times og fleiri miðla. Hann fór yfir ævintýralega sögu Hannesar í grein fyrir Bleacher Report sem lesa má á vef þeirra en hann ræddi meðal annars við Hannes, Val Gunnarsson [fyrrum markvörð Leiknis Reykjavíkur] og Árna Þór Gunnarsson [meðlim Tólfunnar og Leiknismann mikinn].
Fyrsti leikurinn í lokakeppni HM
Hannes Þór Halldórsson mætti á HM líkt og hann mætti á Evrópumótið fyrir tveimur árum. Þá stöðvaði hann Cristiano Ronaldo og tryggði Íslandi jafntefli, lokatölur 1-1, gegn verðandi Evrópumeisturum.
Í dag stöðvaði hann svo Lionel Messi og félaga í Argentínu. Til að toppa frammistöðuna á EM þá varði hann einnig vítaspyrnu og var að lokum valinn maður leiksins af FIFA. Ekki amagalegt í sínum fyrsta leik á lokakeppni HM.
Vítabaninn Hannes Þór Halldórsson gegn manninum sem getur varla skorað úr vítaspyrnum. Það vissu allir hvernig þetta færi! Er það ekki? #fyririsland #hmruv #worldcup #ISLhttps://t.co/QzOvpbqviA
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2018
The man of the moment, and the @Budweiser #ManoftheMatch@hanneshalldors reflects on a dream #WorldCup debut for @footballiceland! #ISL pic.twitter.com/T1YeBVwDcL
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018
Hannes Þór Halldórsson made six saves against #ARG.
At least two more than any other goalkeeper at the #WorldCup so far.
Blockbuster stuff from the former film director. pic.twitter.com/yxJn0J0cD1
— Squawka Football (@Squawka) June 16, 2018
In 2016, Iceland tied against Portugal, 1-1. Ronaldo took 10 shots, no goals. Today, Iceland tied Argentina, 1-1. Messi took 11 shots, no goals
Ronaldo and Messi vs. Iceland: 21 shots conceded, no goals.
— Mootaz Chehade (@MHChehade) June 16, 2018
Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór er orðinn 34 ára gamall og ólíkt mörgum atvinnumönnum í knattspyrnu virðist nokkuð ljóst hvað hann mun taka sér fyrir hendu þegar hann leggur hanskana á hilluna.
Hannes er eins og flestir vita kvikmyndagerðamaður og hefur starfað sem slíkur. Fjölmiðlar þreytast til að mynda ekki á að nefna að hann hafi stýrt myndbandi fyrir stúlknabandið Nylon eða þá atriði Íslands í Eurovision árið 2012.
Í aðdraganda HM leikstýrði hann svo magnaðri HM-auglýsingu Coca Cola. Auglýsingin er nú þegar komin með næstum 500 þúsund áhorf á Youtube en reikna má með að enn fleiri hafi séð og muni sjá Hannes verja víti frá Lionel Messi.