Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Nærmynd dagsins: Hannes Þór Halldórsson

epa06813536 Goalkeeper Hannes Halldorsson of Iceland embraces teammate Hordur Magnusson after the FIFA World Cup 2018 group D preliminary round soccer match between Argentina and Iceland in Moscow, Russia, 16 June 2018. The match ended 1-1.
Hörður Björgvin faðmaði Hannes vel og innilega eftir leik enda fékk Hörður dæmt á sig vítið sem Hannes varði. Mynd: EPA-EFE - EPA

Nærmynd dagsins: Hannes Þór Halldórsson

16.06.2018 - 21:15
Á hverjum degi á meðan HM stendur komum við til með að fjalla ítarlega um einhvern einstakling sem stóð upp úr á deginum sem var að líða. Leikmann dagsins þarf vart að kynna en það er Hannes Þór Halldórsson. Markvörður og kvikmyndagerðamaður. Hann tryggði Íslandi sitt fyrsta stig í lokakeppni HM þegar hann varði vítaspyrnu Lionel Messi í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag.

Upphafið að þessu öllu saman

Mikið hefur verið rætt og ritað um feril Hannesar Þórs Halldórssonar og hvernig hann fór úr því að komast ekki í 3. deildarlið á Íslandi yfir í það að vera fyrsti kostur í markvarðarstöðu íslenska landsliðsins. 

Á Íslandi hefur Hannes Þór leikið með Leikni Reykjavík, Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR. 147 leikir voru í efstu deild, 18 í næst efstu og 21 í þriðju efstu. 

Erlendis hefur Hannes leikið með Brann, Sandnes Ulf (bæði Noregi), NEC Nijmegen (Holland), Bödo/Glimt (Noregur) og Randers FC (Danmörk). 

Kominn í 50 leikja klúbbinn

Leikurinn í dag var 50. landsleikur Hannesar en sá fyrsti kom þann 06. 09. 2011 er Ísland vann Kýpur 1-0 í undankeppni Evrópumótsins 2012.

James Montague er lausapenni sem skrifar meðal annars fyrir New York Times og fleiri miðla. Hann fór yfir ævintýralega sögu Hannesar í grein fyrir Bleacher Report sem lesa má á vef þeirra en hann ræddi meðal annars við Hannes, Val Gunnarsson [fyrrum markvörð Leiknis Reykjavíkur] og Árna Þór Gunnarsson [meðlim Tólfunnar og Leiknismann mikinn].

Fyrsti leikurinn í lokakeppni HM

Hannes Þór Halldórsson mætti á HM líkt og hann mætti á Evrópumótið fyrir tveimur árum. Þá stöðvaði hann Cristiano Ronaldo og tryggði Íslandi jafntefli, lokatölur 1-1, gegn verðandi Evrópumeisturum.

Í dag stöðvaði hann svo Lionel Messi og félaga í Argentínu. Til að toppa frammistöðuna á EM þá varði hann einnig vítaspyrnu og var að lokum valinn maður leiksins af FIFA. Ekki amagalegt í sínum fyrsta leik á lokakeppni HM.

Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór Halldórsson

Hannes Þór er orðinn 34 ára gamall og ólíkt mörgum atvinnumönnum í knattspyrnu virðist nokkuð ljóst hvað hann mun taka sér fyrir hendu þegar hann leggur hanskana á hilluna.

Hannes er eins og flestir vita kvikmyndagerðamaður og hefur starfað sem slíkur. Fjölmiðlar þreytast til að mynda ekki á að nefna að hann hafi stýrt myndbandi fyrir stúlknabandið Nylon eða þá atriði Íslands í Eurovision árið 2012.

Í aðdraganda HM leikstýrði hann svo magnaðri HM-auglýsingu Coca Cola. Auglýsingin er nú þegar komin með næstum 500 þúsund áhorf á Youtube en reikna má með að enn fleiri hafi séð og muni sjá Hannes verja víti frá Lionel Messi.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sjáðu viðbrögð Heimis við vörslu Hannesar

Fótbolti

„Þá er ég bara að verja víti á móti Messi“

Fótbolti

Aron eftir leik: „Nesi frábær í markinu í dag“

Fótbolti

Hannes hetja er Ísland náði í stig gegn Messi