Nær 35.000 morð í Mexíkó í fyrra

22.01.2020 - 03:09
epa07928937 A view of vehicles on fire during a clash between armed gunmen and Federal police and military soldiers, in the streets of the city of Culiacan, Sinaloa state, Mexico, 17 October 2019. According to media reports, alleged drug cartel gunmen set up blockades and unleashed volleys of gunfire in the Mexican city of Culiacan amid rumors of the capture of Ovidio Guzman Lopez, son of imprisoned drug trafficker Joaquin 'El Chapo' Guzman Loera. The blockades set up by the gunmen, presumably from the Sinaloa drug cartel, extended to the exits of the city.  EPA-EFE/STR
 Mynd: epa
34.582 morð og manndráp voru framin í Mexíkó árið 2019, eða nær 95 á degi hverjum að meðaltali. Þetta kemur fram í skýrslu mexíkóskra yfirvalda. Svo margir Mexíkóar hafa ekki fallið fyrir morðingja hendi á einu ári frá því að stjórnvöld byrjuðu að taka saman upplýsingar um slíka glæpi með skipulegum hætti árið 1997. Þetta eru 2,5 prósentum fleiri en 2018, þegar 33.743 manneskjur voru drepnar í Mexíkó.

 

Júní var blóðugasti mánuðurinn í fyrra. Þá voru skráð 2.993 morð og manndráp, eða því sem næst 100 á dag. 1. desember, dagurinn sem Lopez Obrador og stuðningsfólk hans fagnaði því að eitt ár var liðið frá embættistöku hans, var hins vegar blóðugasti dagur ársins: Þann dag týndu 127 manns lífinu fyrir hendi glæpamanna.

Morðtíðni í landinu hefur hækkað mjög frá því stjórnvöld blésu til hins svokallaða stríðs gegn eiturlyfjum árið 2006, með herinn sér til halds og trausts. Nær 275.000 manns hafa fallið í valinn í Mexíkó síðan þá, en ekki liggur fyrir hversu margir tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi