Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nægar birgðir af lækningavörum

19.03.2020 - 16:53
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Alma Möller landlæknir segir að birgðastaða á hlífðar- og lækningavörum sé góð í landinu. Í fréttum RÚV í dag kom fram að innflytjendur lækningavara hafi fengið þau svör frá birgjum innan Evrópusambandsins að þeim væri ekki heimilt að selja slíkar vörur til Íslands.

Stjórnvöld hafa mótmælt banninu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist þegar hafa mótmælt slíku banni. Það væri í andtöðu við EES samninginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir lönd innan Evrópusambandsins ekki vera þau einu sem selji slíkan varning. 

„Það eru fjölmargir aðilar utan Evrópusambandsins sem eru að bjóða okkur til sölu alls konar hlífðarbúnað þannig að ef að það reynist rétt þá á aðgengið að vera nokkuð gott" segir Þórólfur. 

 

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV