Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Myrtu um 20 gullgrafara í Búrkína Fasó

06.10.2019 - 00:41
epa03310925 A picture made available on 19 July 2012 shows a young boy standing near the entrance of an illegal gold mine near Kaya, Burkina Faso, 05 July 2012. More than 11,000 kids and minors in Niger and Burkina Faso have to work in illegal gold mines
Barnaþrælkun færist ívöxt við gullgröft í Búrkína Fasó. Mynd úr safni.  Mynd: EPA
Óþekktir vígamenn myrtu um 20 manns í árás á gullvinnslusvæði í norðanverðu Búrkína Fasó í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum úr röðum hers og lögreglu í landinu. Árásin var gerð á svæði þar sem fjölmargar litlar gullnámur eru reknar og enn fleiri gullgrafarar leita eðalmálmsins upp á eigin spýtur. Þá er mikið um að börnum sé þrælað út við gullleit í Búrkína Fasó.

„Vopnaðir menn réðust á gullvinnslusvæðið í Dolmane og skildu um 20 manns eftir í valnum, aðallega gullgrafara," er haft eftir ónefndum lögreglumanni. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en vígasveitir íslamskra öfgahreyfinga hafa herjað á fólk og fyrirtæki á þessum slóðum síðustu ár. Nær 600 manns hafa fallið í slíkum árásum frá árinu 2015, samkvæmt upplýsingum AFP. Fyrr í þessari viku féllu 17 manns í árásum vígamanna á þessu sama svæði, þar á meðal einn hermaður. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV