Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Myndskeið: Komnir í gegnum Vaðlaheiði

28.04.2017 - 16:27
Mynd: RÚV / RÚV
Gegnumslag var í Vaðlaheiðargöngum upp úr klukkan 15 í dag. Þrír metrar skildu austari og vestari hluta ganganna að. Göngin eiga að komast í gagnið í ágúst 2018.

Að þessu tilefni verður Ósafl, verktakinn, með opið hús á verkstæði sínu í Eyjafirði þar sem hægt verður að kynna sér framkvæmdirnar við göngin og þær „áskoranir sem jarðgangamenn hafa tekist á við,” eins og það er orðað. 

Mynd: Ágúst Ólafsson / RÚV

Framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng árið 2013 og hefur gengið á ýmsu síðan þá. Ári síðar kom verktakinn niður á heitavatnsæð sem sprautaði 350 lítrum á sekúndu af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin og setti það eitt mesta strikið í reikninginn. Nú er stefnt að því að það taki um 15 mánuði að gera lokafrágang á göngunum og eiga þau að komast í gagnið í ágúst á næsta ári. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Táknrænt listaverk sem málað hafði verið á síðasta haftið áður en það var sprengt