Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Myndir frá Norður-Kóreu vekja áhyggjur

09.03.2019 - 10:19
Mynd með færslu
Kim Jong-un og Donald Trump í Hanoi í febrúar Mynd:
Af gervihnattamyndum má ráða að Norður-Kórea sé að undirbúa það að skjóta á loft langdrægrum eldflaugum. Myndirnar voru teknar nokkrum dögum áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, áttu árangurslausar afvopnunarviðræður í Hanoi í febrúar.

Trump sagði á föstudag að hann ætti enn góð samskipti við Kim þrátt fyrir að viðræðurnar hefðu ekki borið árangur. Nú velta bandarískir fjölmiðlar því fyrir sér hvort fyrirhugað eldflaugaskot Norður-Kóreumanna sé hluti af vopnaþróun, geimáætlun eða hreinlega ögrun ætluð Bandaríkjunum.

 

Auður Aðalsteinsdóttir