Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Myndband Bjarkar valið það besta á árinu

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - Myndband

Myndband Bjarkar valið það besta á árinu

04.12.2017 - 15:10

Höfundar

Myndband við lag Bjarkar, The Gate, var valið það besta á árinu 2017 af tónlistarvefritinu Pitchfork.

Þar ber Björk sigurorð af listamönnum eins og Kendrick Lamar, Jay-Z, Young Thug, Lorde og Radiohead, en myndbönd þeirra komast á lista vefsins yfir 20 bestu myndbönd ársins. Í umsögn vefritsins segir að Björk hafi í tvo áratugi endurskilgreint mörk þess sem tónlistarmynd getur verið. Þar sem á síðustu plötu hafi verið hola í hjarta Bjarkar út af ástarsorg, séu nú göng.

Hönnuðurinn Alessandro Michele hjá Gucci gerði kjólinn sem Björk klæðist í myndbandinu.

„Í færum höndum Bjarkar og samstarfsmannsins Andrew Thomas Huang verða þessi göng að hliði inn í hugvíkkandi framtíð þar sem söngkonan á í óræðum samskiptum við brotakennda stafræna dansara. Þetta er metnaðarfull og nákvæmnisvinna eins hægt er að vonast eftir fullkomnum heim, hvert einasta smáatriði uppfullt af ást,“ segir í rökstuðningi fyrir valinu. 

Í myndbandinu klæðist Björk kjól eftir hönnuðinn Alessandro Michele sem tók að sögn 870 klukkutíma í að búa til, þar af 320 einungis í útsaum. Pitchfork hefur um árabil verið leiðandi í umfjöllun um óháða tónlist og grúskarar bíða iðulega spenntir á þessum árstíma yfir listum ritsins um það sem hæst bar á árinu.

Tengdar fréttir

Tónlist

Ræða styttu af Björk á fundi ferðamálaráðs

Tónlist

Björk tekur rafræna gjaldmiðla í þjónustu sína

Menningarefni

Björk lýsir áreitni von Trier nákvæmlega

Kvikmyndir

Von Trier svarar Björk: „Við vorum óvinir“