Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Museveni forseti í 30 ár

26.01.2016 - 14:45
epa04098903 Ugandan President Yoweri Museveni signs the anti-gay legislation in Entebbe, Uganda, 24 February 2014.  A controversial bill that introduces lengthy prison sentences for people who engage in homosexual acts was signed into law by Ugandan
Yoweri Museveni, forseti Úganda. Mynd: EPA
Mikil hátíðahöld eru í Úganda í dag í tilefni þess að Yoweri Museveni forseti hefur verið við völd í 30 ár. Museveni komst til valda í janúar 1986, eftir að Milton Obote var steypt af stóli.

Museveni sækist eftir endurkjöri næstu fimm árin, en kosningar verða í Úganda 18. febrúar. Sjö menn bjóða sig fram gegn honum, en sögn fréttastofunnar AFP er búist við að hann sigri örugglega. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV