Miðasalan hefst 8. mars og segir Þorsteinn að miðaverði verði stillt í hóf.
Mínus hitaði upp fyrir tónleikana sem fram fóru 10. desember 2003. Þorsteinn sagði í viðtali í Virkum morgnum að ekki lægi fyrir hverjir hita upp á tónleikunum í ágúst. Muse þurfi síðan að samþykkja hljómsveitina sem hitar upp.