Muse heldur tónleika hér í ágúst

Mynd: EPA / EFE

Muse heldur tónleika hér í ágúst

26.02.2016 - 09:57

Höfundar

Breska hljómsveitin Muse heldur tónleika í nýju Laugardalshöllinni 6. ágúst. Þorstein Stephensen tónleikahaldari staðfesti þetta í þættinum Virkum morgnum á Rás 2. Þetta verður í annað sinn sem hljómsveitin kemur til landsins, en hún tróð síðast upp hér árið 2003.

Miðasalan hefst 8. mars og segir Þorsteinn að miðaverði verði stillt í hóf. 

Mínus hitaði upp fyrir tónleikana sem fram fóru 10. desember 2003. Þorsteinn sagði í viðtali í Virkum morgnum að ekki lægi fyrir hverjir hita upp á tónleikunum í ágúst. Muse þurfi síðan að samþykkja hljómsveitina sem hitar upp.