Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Munur á stöðu Sigmundar og hinna ráðherranna

30.03.2016 - 19:21
Mynd: RÚV / RÚV
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mun á stöðu forsætisráðherra og hinna ráðherranna í ríkisstjórninni sem tengjast aflandsfélögum. Þingflokkurinn ræðir nú meðal annars mál þeirra á fundi.

Ragnheiður sagði í kvöldfréttum að þingmenn Sjálftæðisflokks muni ræða mál þriggja ráðherra og félaga í útlöndum á þingflokksfundi í kvöld. Hún segir að málið sé óþægilegt fyrir stjórnarflokkana. Hún var spurð að því hvort munur væri á stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Ólafar Nordal innanríkisráðherra. „Já ég tel svo vera, að það sé töluverður munur þar á en ætla ekkert að tjá mig nánar um það á þessari stundu.“