Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mun minna atvinnuleysi hér en í nágrannaríkjum

20.11.2017 - 11:36
Mynd: RÚV / RÚV
Atvinnuleysi mælist innan við tvö prósent og er með því minnsta sem mælst hefur hér. Þá er það mun minna en á hinum Norðurlöndunum og miklu minna en á meginlandi Evrópu. Horfur eru á að áfram verði gott atvinnuástand á Íslandi næstu ár.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, ræddi um atvinnuástandið og vinnumarkaðinn á Morgunvaktinni á Rás 1.
Flestir á atvinnuleysisskrá eru á milli starfa og eru því atvinnulausir í frekar skamman tíma. Langtímaatvinnuleysi er lítið.
Nokkuð er um háskólagengið fólk á atvinnuleysisskrá en störfum þar sem langskólamenntunar er krafist hefur ekki fjölgað til jafns við önnur störf, t.a.m. í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður