Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Müller ósátt við Mo Yan

Mynd með færslu
 Mynd:

Müller ósátt við Mo Yan

25.11.2012 - 08:30
Þýsk-rúmenski rithöfundurinn Herta Müller, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2009, gagnrýnir það að kínverski rithöfundurinn Mo Yan fái verðlaunin í ár. Müller segir í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter að hún hafi næstum grátið þegar hún heyrði að Mo fengi verðlaunin.

Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum sé hann embættismaður í sama virðingarþrepi og ráðherra og leggi blessun sína yfir ritskoðun, sem sé verulegt áhyggjuefni. Það að veita verðlaunin varaformanni kínverska rithöfundasambandsins, sem stutt sé af stjórnvöldum í Peking, á meðan Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2010, sé í fangelsi, sé eins og löðrungur í andlit allra þeirra sem berjist fyrir lýðræði og mannréttindum.