Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

MS innkallar fimm vörutegundir

16.01.2012 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Mjólkursamsalan innkallar fimm vörutegundir sem framleiddar voru í einni af sex vinnslustöðuvum fyrirtækisins. Ástæðan er sú að iðnaðarsalt var notað til framleiðslunnar.

Vörurnar sem Mjólkursamsalan innkallar eru Klípa, Létt og laggott, grjónagrautur, hrísmjólk og smyrjanlegur rjómaostur. Tekið er fram í frétt á heimasíðu fyrirtækisins að Matvælastofnun telji ekki að neytendum stafi hætta af notkun saltsins sem notað var til framleiðslunnar. Að sögn fyrirtækisins var pantað matvælasalt en afgreitt iðnaðarsalt til einnar vinnustöðvar.

Í frétt á vef fyrirtækisins segir að staðlað matarsalt hafi verið notað í allar aðrar vörur fyrirtækisins og að þegar hafi verið skipt um salttegund í framleiðslu þeirra vörutegunda sem hafa verið innkallaðar.