Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Mótþrói á fullveldisafmæli

Mótþrói - ljóðakvöld í Iðnó í tilefni fullveldisafmælis.
 Mynd: Bókmenntaborgin Reykjavík

Mótþrói á fullveldisafmæli

26.09.2018 - 08:54

Höfundar

Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands opnar Bókmenntaborgin Reykjavík októbermánuð með ljóðaviðburði í Iðnó sem nefnist Mótþrói. Um leið verða gefnar út tvær ljóðaarkir með ljóðum sem ort voru að gefnu tilefni.

Í tilkynningu frá Bókmenntaborginni Reykjavík segir að ljóðin hafi verið ort í ritsmiðjum í maí og júní sem haldnar voru í tveimur skáldahúsum, Gröndalshúsi í Reykjavík og Skriðuklaustri í Fljótsdal. Smiðjurnar voru undir stjórn ljóðskáldsins Fríðu Ísberg sem einnig er ritstjóri ljóðverksins. Skáldin komur saman og ræddu fullveldi þjóðar og fullveldi/sjálfstæði einstaklingsins og hvernig skilningur okkar á hugtökunum hefur breyst frá árinu 1918. 

Viðburðurinn fer fram í Iðnó 1. október klukkan 20 og hefst með ávarpi Andra Snæs Magnasonar rithöfundar og formanns stjórnar Bókmenntaborgarinnar. Fríða Ísberg flytur síðan stefnuyfirlýsingu Mótþróaskáldanna og loks flytja skáldin brot af verkum sínum. Á viðburðinum verður útgáfu ljóðverksins Mótþróa fagnað og fá gestir eintak af ljóðverkinu.

Mótþrói - ljóðakvöld í Iðnó í tilefni fullveldisafmælis.
Skáldahópurinn sem kemur fram í Iðnó.

Ljóðskáldin sem koma þar fram eru Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnadóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

Ljóðverkin lifa áfram í Bókmenntaborginni út októbermánuð á vegg Ráðhúss Reykjavíkur í Vonarstræti þar sem þeim verður varpað upp í hauströkkrinu.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Fagnaðarsöngur svikaskáldanna

Getur tröllskessa verið kynferðisleg?

Bókmenntir

Aldrei sorrí

Bókmenntir

Ljóðalestur á Fiskislóð