Mótor brann yfir á Höfðatorgi

07.01.2014 - 14:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Enginn eldur reyndist vera í turninum við Höfðatorg. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld á 20. hæð í turninum. Húsið var rýmt áður en í ljós kom að reykurinn stafaði af því að mótor fyrir loftræstingu í húsinu hafði brunnið yfir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er reykur á 20. hæð en engin starfsemi er á þeirri hæð. Húsið var rýmt strax og fjöldi fólks kom saman í andyrinu. Fólki sem vinnur á sjö neðstu hæðum hússins hefur verið leyft að snúa aftur til vinnu. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi