Mótmæli vegna Pussy Riot

17.08.2012 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögregla var með talsverðan viðbúnað við rússneska sendiráðið við Garðastræti í morgun en þar höfðu 100 manns safnast saman um klukkan 10 til að mótmæla meðferðinni á meðlimum hljómsveitarinnar Pussy Riot.

Dómur yfir sveitinni verður kveðinn upp á tólfta tímanum í dag en sveitin er sökuð um helgispjöll við upptöku á myndbandi við lag hljómsveitarinnar í kirkju rússneska rétttrúnaðarsafnaðarins.  Lögregla girti af stórt svæði í kring um sendiráðið og lokaði götunni. Mótmælendur hrópuðu Free Pussy Riot í sífellu.

Víða um heim hefur fólk safnast saman í morgun til að sýna Pussy Riot stuðning sinn. Sleppið hljómsveitinni Pussy Riot lausri úr haldi hrópuðu ríflega eitt hundrað manns í Garðastræti í Reykjavík í morgun. Snærós Sindradóttir er annar tveggja skipuleggjanda mótmælanna. Hún segir að verið sé að mótmæla því að þrjár saklausar konurm sitji í fangelsi.

Ungliðahreyfing Amnesty International mótmælti einnig fyrir utan sendiráðið. Elísabet Ingólfsdóttir er fulltrúi hreyfingarinnar. Hún var með lambúshettu eða grímu fyrir andliti og hlekki um hálsinn.

Lögreglan lokaði Garðastræti frá Túngötu að Hávallagötu og fjöldi lögreglumanna var sýnilegur. Arnar Rúnar Marteinsson stóð vaktina. hann segir að viðbúnaður sé nokkur. Þetta sé sendiráð og lögreglu beri að tryggja öryggi þess. Rússneska sendiráðið hafi haft samband við lögreglu og lýst yfir áhyggjum af þessum mótmælum.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi