Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mótmælendur réðust að lögreglustöð á Haítí

28.09.2019 - 08:35
epa07875568 People demonstrate on a street during a protest calling for the resignation of Haitian President Jovenel Moise in Port-au-Prince, Haiti, 27 September 2019. Shortages of fuel and food, inflation, corruption and a weakening currency have seen widespread anit-government protests across Haiti in recent months.  EPA-EFE/JEAN MARC HERVE ABELARD
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þúsundir mótmæltu á götum Port-au-Prince í gær, höfuðborgar Haítí. Mótmælendur réðust meðal annars að lögreglustöð, auk þess sem barir og verslanir urðu illa úti. Lögreglan brást við með því að skjóta að mótmælendum og beita táragasi. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið síðustu daga.

Þess er krafist að forsetinn Jovenel Moise segi af sér, en um er að ræða framhald mótmælaöldu sem hófst í febrúar. Slæmt efnahagsástand, verðhækkanir á olíu og ásakanir um spillingu forsetans hafa ýtt undir mótmælin í einu fátækasta ríki heims.

Moise hætti við ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til þess að reyna að koma á friði heima fyrir. Hann ávarpaði þjóðina á miðvikudag en aðgerðir mótmælenda í gær eru meðal þeirra mestu síðan þessi alda hófst fyrr á árinu.

Moise neitaði þá að segja af sér þar sem hann vildi ekki skilja þjóðina eftir í höndum glæpagengja og eiturlyfjasala, eins og hann orðaði það.