Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Mótmælendur komnir í Gálgahraun

24.09.2013 - 08:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Nokkrir mótmælendur voru komnir við Gálgahraun um klukkan sjö í morgun, annan daginn í röð, til að hindra að verktakar geti hafið framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um hraunið.

Verktakar ætluðu að hefja framkvæmdir í gær en fengu ekki frið til þess. Fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær að Vegagerðin ætlaði að boða náttúruverndarsamtökin sem standa fyrir mótmælunum á sinn fund. Gunnsteinn Ólafsson, hjá náttúruverndarsamtökunum Hraunavinum, segist í samtali við fréttastofu ekki vita hvenær sá fundur fari fram.