Lögreglan er með talsverðan viðbúnað við Álftanesveg þar sem Hraunavinir hafa boðað til mótmæla vegna vinnu í Gálgahrauni. Þegar hefur einn mótmælandi verið borinn burt af lögreglu. Verktakinn á svæðinu er klár með gröfur til að byrja að vinna við lagningu vegarins í Gálgahrauni.