Verkið sem hann vinnur nú að hörðum höndum heitir Moskan: fyrsta moskan í hinni sögufrægu borg Feneyjum. Verkið er unnið í samstarfi við samfélög múslima á Íslandi og í Feneyjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá upplýsingastöð íslenskrar myndlistar. Moskan verður í yfirgefinni kirkju frá tíundu öld, og verður opin bæði múslimum og öðrum gestum sýningarinnar. Í tilkynningunni segir að Büchel vilji með verkinu vekja athygli á pólitískri stofnanavæðingu aðskilnaðar og fordóma, hvar sem er í heiminum.