Allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni í dag falla niður vegna óveðurs og ófærðar. Ferðir leiðar 23, sem ekur um Álftanes, hafa einnig verið felldar niður.
Í tilkynningu frá Strætó segir að stjórnstöð fylgist náið með stöðunni og tilkynni um frávik sem kunni að verða frá akstri. Upplýsingar eru settar á vefsíðu Strætó og Twitter-síðu Strætó.
Samantekt á stöðunni, morguninn 8. janúar. Allar morgunferðir falla niður á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar. Leið 23 sem ekur um Álftanes hefur einnig hætt akstri. Stjórnstöð upplýsir um stöðuna þegar líður á daginn. #færðin