Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Morgunferðir á landsbyggðinni og Álftanesi falla niður

08.01.2020 - 08:32
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni í dag falla niður vegna óveðurs og ófærðar. Ferðir leiðar 23, sem ekur um Álftanes, hafa einnig verið felldar niður.

Í tilkynningu frá Strætó segir að stjórnstöð fylgist náið með stöðunni og tilkynni um frávik sem kunni að verða frá akstri. Upplýsingar eru settar á vefsíðu Strætó og Twitter-síðu Strætó.