Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Mörg börn ein síns liðs

27.08.2012 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Stríðsátökin í Sýrlandi hafa hrakið mörg hundruð þúsund Sýrlendinga á flótta. Fjöldamörg börn hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og sumhver eru ein á götunni í borgum þar sem barist er.

Það er ekki auðvelt að vera barn í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Hússein er ellefu ára. Hann er að leita að skjóli frá þyrlum Sýrlandshers sem sveima yfir borginni. Flestir úr fjölskyldu Hússeins hafa flúið borgina. Hann neitar að fara, vill vera áfram þar með bróður sínum. Hann segist oft vera hræddur, en þo ekki eins þegar hann sé með broður sínum.

 Móðir Hússeins er í þorpi nærri Aleppo ásamt flestum öðrum úr fjölskyldunni sem enn eru á lífi. Það er enn sumarfrí í skólanum hans Hússeins. Engin býst þó við að skólin verði opnaður aftur í næstu viku. Flest börnin eru flúin og kennararnir líka. Hússein segist sakna þeirra, en sum hafi komið aftur og hann leiki stundum við þau.

En það er ekki bara skothríð og sprengjuregn í Aleppo. Í Damaskus skutu uppreisnarmenn niður þyrlu stjórnarhersins í morgun. Hermenn í þyrlunni höfðu þá skotið á fólk í úthverfi sýrlensku höfuðborgarinnar.