Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mongólía lokar landamærum vegna kórónaveiru

27.01.2020 - 09:04
epa08168539 A fully protected nurse takes a phone call beside her ambulance in Wuhan, Hubei province, China, 26 January 2020 (issued 27 January 2020). According to media reports, Wuhan is widely considered as the origin point of the coronavirus outbreak. The virus outbreak has so far killed at least 56 people with around 2,000 infected, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FEATURECHINA
Landamærum Mongólíu að Kína hefur verið lokað fyrir bílaumferð og gangandi vegfarendum í þeirri viðleitni að draga úr hættunni á að kórónaveira berist til landsins. 

Enkhtuvshin Ulziisaikhan, varaforsætisráðherra Mongólíu, tilkynnti þetta í morgun og sagði að skólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir yrðu lokaðar til 2. mars. Enginn hefur enn greinst með kórónaveiruna í Mongólíu.

Meira en 80 hafa dáið af völdum kórónaveirunnar í Kína síðan hennar varð vart um áramót. Flestir í borginni Wuhan og nágrenni. Staðfest er að 2.700 hafi smitast en óttast er að þeir séu mun fleiri.

Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu sögðu frá því í morgun að þar hefðu nú fimm greinst með veiruna. Fimm hafa einnig greinst í Bandaríkjunum, átta í Taílandi, fjórir í Japan, Malasíu, Singapúr og Suður-Kóreu og þrír í Frakklandi.

Þá hefur veiran einnig greinst í Nepal og Víetnam og í Kanada er maður í einangrun grunaður um að vera smitaður veirunni.