Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Möguleikarnir í lokaumferð Olís-deildar karla

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski  - RÚV

Möguleikarnir í lokaumferð Olís-deildar karla

04.04.2017 - 09:29
Lokaumferðin í Olís-deild karla í handbolta verður spiluð í kvöld og þá ræðst hvaða lið verður deildarmeistari og hvaða lið fellur úr deildinni. Samkvæmt reglunum falla tvö neðstu lið deildarinnar, en þar sem gert er ráð fyrir að fjölgað verði um tvö lið á næstu leiktíð í efstu deild, fellur þá aðeins neðsta liðið og leikur Stjörnunnar og Akureyrar er því úrslitaleikur um hvort liðið endar í neðsta sæti.

Leikur Stjörnunnar og Akureyrar verður sýndur beint á RÚV2, en skipt verður yfir í Kaplakrika á leik FH og Selfoss þegar þörf þykir. Leikur FH og Selfoss verður sýndur allur beint hér á ruv.is.

Mikil spenna fyrir lokaumferðina

Eins og sjá má er spennan gríðarlega mikil bæði á toppi og botni deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, sem allir hefjast klukkan 19:30.

Leikir kvöldsins
19:30  Stjarnan - Akureyri, RÚV2
19:30  Grótta - Fram
19:30  FH- Selfoss, ruv.is
19:30  Valur - ÍBV, SportTV.is
19:30  Afturelding - Haukar

Stjarnan (9) - Akureyri (10)

Stjarnan vinnur og Fram tapar eða gerir jafntefli: Stjarnan í 8. sæti
Stjarnan vinnur og Fram vinnur: Stjarnan í 9. sæti
Jafntefli og Fram tapar: Stjarnan í 8. sæti
Jafntefli og Fram vinnur eða gerir jafntefli: Stjarnan í 9. sæti
Stjarnan tapar: Stjarnan í 10. sæti

Akureyri vinnur: Akureyri í 9. sæti
Akureyri tapar eða gerir jafntefli: Akureyri í 10. sæti

Stjarnan vann Akureyri, 26-23 þann 10. september. Akureyri vann Stjörnuna, 24-20 þann 10. nóvember

Grótta (7) - Fram (8)

Grótta vinnur: Grótta í 5. sæti ef Selfoss og Valur tapa
Grótta vinnur: Grótta í 6. sæti ef Selfoss tekur stig á móti FH og Valur tapar
Grótta vinnur: Grótta í 7. sæti ef Selfoss og Valur taka stig
Jafntefli: Grótta í 7. sæti
Grótta tapar: Grótta í 8. sæti

Fram vinnur: Fram í 6. sæti ef Valur tapar fyrir ÍBV
Fram vinnur: Fram í 7. sæti ef Valur tekur stig á móti ÍBV
Jafntefli og Stjarnan vinnur: Fram í 9. sæti
Jafntefli og Stjarnan gerir jafntefli eða tapar: Fram í 8. sæti
Fram tapar og Stjarnan tapar: Fram í 8. sæti
Fram tapar og Stjarnan gerir jafntefli eða vinnur: Fram í 9. sæti

Grótta vann Fram, 28-26 þann 8. september og þegar liðin mættust 10. nóvember vann Grótta líka, 30-29. 

FH (1) - Selfoss (5)

FH vinnur eða gerir jafntefli: FH verður deildarmeistari
FH tapar og ÍBV tapar eða gerir jafntefli: FH verður deildarmeistari
FH tapar og ÍBV vinnur: FH endar í 2. sæti

Selfoss vinnur eða gerir jafntefli: Selfoss í 5. sæti
Selfoss tapar: Selfoss í 5. sæti ef Valur tapar og Grótta tapar eða gerir jafntefli
Selfoss tapar: Selfoss í 6. sæti ef Valur eða Grótta vinnur
Selfoss tapar: Selfoss í 7. sæti ef Valur og Grótta vinna bæði sína leiki

Valur (6) - ÍBV (2)

Valur vinnur og Selfoss tapar: Valur í 5. sæti
Valur vinnur og Selfoss vinnur eða jafntefli: Valur í 6. sæti
Valur jafntefli: Valur í 6. sæti
Valur tapar og Grótta-Fram verður jafntefli: Valur í 6. sæti
Valur tapar og Grótta eða Fram vinnur: Valur í 7. sæti

ÍBV vinnur og FH tapar: ÍBV verður deildarmeistari
ÍBV vinnur og FH vinnur eða gerir jafntefli: ÍBV í 2. sæti
ÍBV jafntefli og Haukar vinna: ÍBV í 2. sæti
ÍBV tapar og Haukar gera jafntefli eða tapa: ÍBV í 2. sætli
ÍBV tapar og Haukar vinna: ÍBV í 3. sæti

Afturelding (4) - Haukar (3)

Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig leikurinn fer

Haukar vinna og ÍBV tapar: Haukar í 2. sæti
Haukar vinna og ÍBV gerir jafntefli eða vinnur: Haukar í 3. sæti
Haukar gera jafntefli eða tapa: Haukar í 3. sæti