Móðurhlutverkið á tímum loftslagsbreytinga

Mynd: RÚV / RÚV

Móðurhlutverkið á tímum loftslagsbreytinga

23.01.2019 - 11:22
Í nýjasta þætti Náttúrulauss ræðir Sigrún Eir við Sólu Þorsteinsdóttur sem hefur skrifað pistla um móðurhlutverkið á tímum loftslagsbreytinga.

Í þættinum ræddu þær meðal annars hvernig við sem erum líklegri til þess að gera eitthvað eða styrkja málefni ef við vitum að við græðum á því sjálf. Þær ræddu einnig sinnuleysi stjórnvalda á Íslandi og heiminum öllum og hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessu áframhaldandi ástandi.

Hægt er að nálgast skrif Sólu í veftímaritinu Flóru. Hér má lesa greinina um Móðurhlutverkið á tímum loftslagsbreytinga og hér má lesa vangaveltur um vonleysið og bjartsýnina varðandi þessar breytingar. Sóla skrifaði líka ritgerð til MA-prófs í menningarfræði um íslenska loftslagsorðræðu í ljósi kenninga um loftslagssinnuleysi.

Hlustaðu á Náttúrulaus í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er nú einnig algengur í öllum helstu hlaðvarpsveitum.