Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mjóifjörður sambandslaus - unnið að viðgerð

28.06.2018 - 10:29
Mjóifjörður á Austurlandi
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Fjarskiptasamband liggur niðri í Mjóafirði á Austurlandi, þar virka hvorki símar né nettengingar. Eina tenging Mjófirðinga núna er við Vaktstöð siglinga í gegnum bátatalstöð. Fjarskiptasamband til Mjóafjarðar rofnar reglulega og í vetur kom fram í fréttum að Neyðarlínan hyggst koma þangað ljósleiðara til að tryggja net- og símasamband á svæðinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Mílu að örbylgjubúnaður hafi bilað í rafmagnsleysi. Unnið sé að viðgerð en senda þurfi varahluti frá Reykjavík. Áætlað sé að viðgerð ljúki í kvöld.

Fréttin hefur verið uppfærð