Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Mjög þröng staða

24.03.2019 - 19:47
Mynd:  / 
Staða Wow Air er mjög þröng, segir Jón Karl Ólason, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Hann segir að nú verði að vinna hratt til að bjarga málum eins vel og hægt er.

Jón Karl sagði í kvöldfréttum í sjónvarpi að einn möguleiki væri að fara svokallaða Air Berlin leið, þar sem stjórnvöld leikstýri þróun næstu mánaða. Það þurfi þó að vera almenn aðgerð. 

Ef allt fer á versta veg og Wow Air verður gjaldþrota eru íslensk stjórnvöld skuldbundin til að koma þeim Íslendingum heim sem eru erlendis á vegum Wow Air. Hann segir að ekki sé langur tími til að bregðast við áhrifunum á farþegaflutninga sumarsins. „Til langs tíma held ég að eþtta eigi að geta jafnað sig aftur,“ sagði Jón Karl.