Missti bíl sinn úti í tjörn í hálku

11.01.2014 - 22:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Ökumaður á ferð um Leiruveg á Akureyri missti stjórn á bíl sínum í hálku og hafnaði í tjörn við veginn, sex til átta metrum utan við veg. Maðurinn var einn í bílnum og náði að komast í land að sjálfsdáðum og hafði samband við lögreglu.

Bíllinn var nærri því á kafi þegar lögreglan kom að og var kranabíll fenginn til að draga bílinn á land. Það tókst um tveimur klukkustundum síðar. Að sögn lögreglu var maðurinn kaldur og var fluttur á slysadeild til skoðunar. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi