Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Minnumst og heiðrum Chris Cornell

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Minnumst og heiðrum Chris Cornell

19.05.2017 - 18:52

Höfundar

Söngvarinn, gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave er látinn og við ætlum að minnast hans í rokkþættinum Füzz á Rás 2 í kvöld. Kristófer Jensson söngvari Lights on the Highway ætlar að heimsækja Fuzz og Magni Ásgeirsson verður á línunni. Planið er að spila mikið af músík með og eftir Chris Cornell frá öllum ferlinum.

Við heyrum líka brot úr viðtali sem umsjónarmaður átti við Chris í útvarpshúsinu við Efstaleiti árið 2007. Í Rokklandi eftir viku verður það síðan endurflutt að mestu.

Chris stytti sér aldur á hótelherbergi í Detroit í fyrradag eftir að hafa spilað tónleika með hljómsveitinni sinni Soundgarden.

Sveitin kom aftur eftir 13 ára hlé og átti eftir 8 tónleika í vel heppnaðri tónleikaferð sinni um Bandaríkin.

Cornell varð 52 ára gamall en hafði lengi átt við þunglyndi að stríða, meira og minna allt sitt líf segja þeir sem til hans þekkja, og eins er ekki erfitt að lesa það út úr mörgum textanna hans. Þrátt fyrir það kom andlátið aðstandendum hans og aðdáendum í opna skjöldu, en það var ekkert sem benti til þess að neitt óeðlilegt væri í gangi á tónleikunum fyrr um kvöldið, og fyrr um daginn birti Cornell mynd á Twitter af framhlið tónleikahallarinnar sem þeir voru að fara að spila og skrifaði undir myndina að Detroit væri loksins aftur farin að rokka og vísaði þar í Kiss-lagið fræga; Detroit Rock City.

Soundgarden er eitt af grugg (grunge) böndunum sem komu frá Seattle og nágrenni árin kringum 1990 og í huga margra var Soundgarden alltaf fremst meðal jafningja þar.

Soundgarden var elsta bandið sem var kennt við grunge-rokk, stofnað 1984, og hinir sem komu á eftir litu upp til Chris og félaga í Soungarden, þeir voru „stór-strákarnir“. Aðrar helstu sveitir sem þykja tilheyra því sem fékk nafnið „Grunge“ voru Nirvana, Alice in Chains, Pearl Jam, Screaming Trees, Stone Temple Pilots og Mudhoney.

Nokkrum árum eftir að Soundgarden leystist upp árið 1997 sökum samstarfsörðugleika varð til hljómsveitin Audioslave sem samanstóð af þremur liðsmönnum Rage Against The Machine og Chris Cornell.
Audioslave gerð þrjár stórar plötur; Audioslave (2002), Out of Exile (2005) og Revelations (2006)

Cornell gerði fimm sólóplötur á ferlinum, þá fyrstu Euphoria Morning á 1999, þá Carry On (2007), Scream (2009), Songbook (2011) og loks Higher Truth (2015).

Soundgarden gaf út fimm plötur fyrir hlé,  Ultramega OK (1988),  Louder Than Love (1989), Badmotorfinger (1991), Superunknown (1994) og Down on the Upside (1996). Sveitin kom svo saman á ný árið 2010 og gerði eina plötu til viðbótar; King Animal sem kom út 2012.

Chris Cornell hélt tvisvar tónleika á íslandi og bæði skiptin undir eigin nafni. Fyrst kom hann með hljómsveit 2007 og spilaði í Laugardalshöll og svo kom hann aftur í fyrra og spilaði þá einn í Eldborg í Hörpu.

Chris Cornell samdi og syngur Bond-lagið í myndinni Casino Royale frá ár¬inu 2006 og er varð fyrsti bandaríski söngvarinn til að semja og flytja Bond-lag, lagið You know my name.

Cornell lét málefni þeirra sem minna mega sín varða, en ásamt eiginkonu sinni stofnaði hann Cornell-sjóðinn sem styður börn sem alast hafa upp í fátækt og ofbeldi.

Chris Cornell hengdi sig.

Hér er lagalistinn:
Ham - Þú lýgur
Audioslave - Be yourself
Alice in chains - Down in a hole
Stone Temple Pilots - Interstate love song
Kiss - Detroit rock city
Soundgarden - Black hole sun
Oasis - LIve forever
Chris Cornell - Imagine
Soundgarden - Jesus Christ pose
KRISTÓ OG MAGNI SPJALL
Soundgarden - The day i tried to live
KRISTÓ OG MAGNI SPJALL
Chris Cornell - Preaching the end of the world
Led Zeppelin - In my time of dying
KRISTÓ SPJALL
Soundgarden - Slaves and bulldozers
KRISTÓ SPJALL
Chris Cornell - Wave goodbye
Lights on the Highway - Leiðin heim
Nirvana - heart shaped box
Pearl Jam - Just breath
Jeff Buckley - Grace
Guns´n Roses - Knockin on heavens door

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.
Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

Tengdar fréttir

Tónlist

Axe Attack - Kiss og Eurovisonrokk!

Tónlist

Ungfrú Füzz og Rolling Stones

Tónlist

Ljósmóðir - Ljóska - Þrumuvagn og Súperfüzz

Tónlist

Himnaríki og Helvíti - Þorsteinn og Iggy