Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Minnst tólf látnir eftir skotárás taílensks hermanns

08.02.2020 - 12:36
Mynd með færslu
Höfuðborgin Bangkok. Myndin er úr safni Mynd:
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að taílenskur hermaður hóf að skjóta á fólk í herstöð, búddistahofi og verslunarmiðstöð í borginni Korat sem er norðaustur af höfuðborginni Bangkok.

BBC hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins í Taílandi að maðurinn hefði ráðist á yfirmann sinn áður en hann hóf skotárásina.  Árásarmaðurinn hafi síðan flúið niður í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar.  

Á vef BBC er árásarmaðurinn sagður hafa stolið ökutæki frá hermannaskála og síðan byrjað að skjóta á fólk af handahófi.

Á vef NRK kemur fram að maðurinn hafi drepið þrjá á herstöðinni; ofursta, hermann og 63 ára gamla konu. Hann er talinn hafa sýnt beint frá árásinni með Facebook Live.  Þar kemur einnig fram að hann sé hugsanlega með um sextán gísla í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV