Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Minnst þrír látnir eftir húshrun í Kambódíu

22.06.2019 - 04:54
Erlent · Asía · Kambódía
epa07665074 A Cambodian rescue team performs search and rescue duties at the site of a collapsed building at a construction site in Preah Sihanouk province, Cambodia, 22 June 2019. A new seven-story building owned by a Chinese company, collapsed in Preah Sihanouk province, killing at least three workers and leaving 18 workers wounded.  EPA-EFE/ROS PINA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að bygging hrundi í strandbænum Shianoukville í Kambódíu í morgun. Óttast er að tugir til viðbótar gætu verið fastir undir rústunum.

Húsið, sem er sjö hæðir, var í byggingu og fjöldi verkamanna inni í því þegar það hrundi. Yun Min, sveitarstjóri Preah Sihanouk héraðs, segir í samtali við AFP fréttastofuna að tekist hafi að ná einu líki úr rústunum og björgunarmenn sjái tvö til viðbótar. Auk hinna látnu er vitað að 13 eru slasaðir en ekkert er vitað um afdrif 30 til viðbótar að sögn Khieu Kanharith, upplýsingaráðherra Kambódíu. Að hans sögn eru allir sem hafa fundist látnir kambódískir, tveir verkamenn og túlkur. Yun Min segir um 50 við vinnu í húsinu í einu. Tekist hafi að koma 20 úr því, en óljóst sé hversu margir eru enn undir rústunum.

Sihanoukville var áður rólyndisbær þar sem fiskveiði var aðaltekjulyndin. Vestrænir bakpokaferðalangar vöktu athygli á bænum og síðan þá hafa Rússar og Kínverjar fjárfest í bænum og gert hann að ferðamannastað. Um 50 spilavíti í eigu Kínverja er nú í bænum og eru tugir hótela í byggingu. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV